Hingað til hafa flestir smærri eða meðalstórir gististaðir talið nóg að hafa gististaðinn skráðan á einni eða tveimur hótelbókunarsíðum.
Það getur verið alveg nóg þegar eftirspurnin er meiri eftir herbergjum heldur en framboðið. Í dag er ástandið öðruvísi og miklu fleiri herbergi eru í boði en gestir sem vilja gista.
Með okkar aðstoð er mögulegt að fá bókanir sem annars aðrir myndu fá.
Með fjölbreyttri dreifingu er hægt að ná ásættanlegu meðalverði. Margir gististaðir neyðast til að elta verð annarra gististaða þar sem þeir hafa ekki fjölbreytta dreifingu, en það eykur líkur á lægri tekjum og lægri nýtingu. Með okkar þjónustu koma fleiri bókanir með lengri fyrirvara sem eykur líkurnar á ásættanlegu meðalverði og hærri tekjum.
Það er hægt að sleppa tilboðum eða fækka þeim. Margir gististaðir eru með tilboð í gangi en gleyma því að þessi tilboð lækka meðalverðið.
Það sem skiptir mestu máli er framlegð, þ.e. tekjur mínus þóknunarkostnaður samanlagt af öllum bókunarleiðum.
Óbein afleiðing innleiðingar fjölbreyttari dreifileiða er fjölgun beinna bókana, þ.e. bókun í gegnum heimasíðu gististaðarins sem er án þóknunar.
Allar hótelkeðjur og vel rekin hótel hafa fjölbreyttar dreifileiðir því þau vilja ekki láta aðra gististaði fá bókanirnar sem þau gætu annars fengið. Það er ein ástæða þess að nýting hótela innan keðju er hærri og skilar betra meðalverðverði.
Ekki láta aðra gististaði fá bókanir sem þú gætir annars fengið.
Taktu skrefið í dag og fáðu kynningu á því hvernig þú getur hagnast á þjónustunni.